Forritunarkeppni Framhaldsskólanna

Áhugasamir eru hvattir til að líta við á keppnisdaginn og sjá hvernig þetta fer fram.

Athugið breytt dagskrá vegna veðurs. Sjá hér fyrir neðan

5 lið frá 3 framhaldsskólum á norðurlandi (Laugar, MA og VMA) munu taka þátt í forritunarkeppni framhaldsskólanna, laugardaginn 23. mars, Háskólanum á Akureyri

Áhugasamir eru hvattir til að líta við á keppnisdaginn og sjá hvernig þetta fer fram.

Þetta er fjórða árið í röð sem HA er í samstarfi við HR með þátttöku í þessari keppni, en það er til komið vegna tölvunarfræðinámsins sem HR og HA eru í samstarfi með.

Viðburðurinn hefur verið að stækka hér fyrir norðan og er bæði metfjöldi skóla að taka þátt í ár sem og metfjöldi liða.

Dagskrá keppninnar í HA

Föstudagur 22. mars

  • Dagskrá fellur niður vegna veðurs

Laugardagur 23. mars - Keppnisdagurinn

  • 08:30-09:00  Tekið á móti keppendum í stofu N101 í HA, lið fá afhenta boli, keppnisgögn og prófa kerfin
  • 09.00-10.00  Morgunmatur
  • 10.00-12.30  Liðin vinna að verkefnum keppninnar
  • 12.30-13.30  Hádegismatur
  • 13.30- 16.00  Liðin vinna að verkefnum keppninnar
  • 16.15 -17.15  Úrslit og verðlaunaafhending

Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar geta skoðað síðu keppninnar