Framtíð byggðaþróunar á Norðurlöndum

Skoðað verður tækifæri og áskoranir í byggðaþróun til framtíðar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Byggðastofnun og Nordregio (rannsóknastofnun Norrænu ráðherranefndarinnar í skipulags- og byggðamálum) boða til fundar fimmtudaginn 12. september nk. í Háskólanum á Akureyri um tækifæri og áskoranir í byggðaþróun.

Nú er að hefjast undirbúningur að nýrri norrænni samstarfsáætlun um byggðaþróun og skipulagsmál fyrir árin 2021-2024. Að því tilefni hafa leiðandi norrænir og alþjóðlegir sérfræðingar verið fengnir til að skoða ákveðna þætti er varða tækifæri og áskoranir í byggðaþróun til framtíðar. Hver sérfræðingur mun leitast við að svara einni tiltekinni spurningu og kynna niðurstöður sínar í fyrirlestri á ráðstefnunni. Fulltrúar frá ýmsum ráðuneytum á Norðurlöndum ræða síðan niðurstöðurnar í lok hvers fyrirlesturs.

Lögð verður áhersla á mismunandi þætti byggðaþróunar, t.d. velferð, þéttbýlismyndun, dreifbýlisþróun, loftslagsmál, þróun á norðurslóðum og margt fleira. Hvað af þessu hefur skipt mestu máli fram að þessu? Hver eru mikilvægustu tækifærin og áskoranirnar fyrir framtíðina? Hvernig standa Norðurlöndin og svæði innan þeirra í alþjóðlegu samhengi? Hver ættu helstu áhersluatriði Norðurlanda í byggðaþróun að vera næstu árin?

Ráðstefnan fer fram á ensku og stendur frá kl. 9-17. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Skráðum þátttakendum er boðinn hádegisverður.

Skráning fer fram á vef Stjórnarráðsins

Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á vef Stjórnarráðsins.

Dagskrá:

 

09.00-09.10 Opening Address Rector Eyjólfur Guðmundsson, Rector at the University of Akureyri

09.10-09.25 Introduction: Nordic Cooperation on Regional Policy – What topics have been prioritized in the past and what’s in the pipeline for the future? Kjell Nilsson, Director of Nordregio and Affiliated Professor at University of Copenhagen

09.25-09.45 Opportunities and challenges for regional development in the North Atlantic Region, Snorri Björn Sigurðsson, Head of Department, Icelandic Regional Development Institute

09.45.10:20 What have been the key successes – and shortcomings – of regional development policy over the past 20 years, and what are the key lessons to be drawn? José Enrique Garcilazo, Head of Regional and Rural Unit, OECD

10.20-10.40 Coffee break

10.40-11.00 The Nordic Welfare State at the crossroads, Joakim Palme, Professor of Political Science, Uppsala University (SE)

11.00-11.30 Discussants Gerd Slinning & Katarina Fellman (Isabella Palomba Rydén)

11.30-11.50 The sustainable Nordic city of tomorrow, Ellen Braae & Henriette Steiner, Professor and Ass. Professor of Landscape Architecture, University of Copenhagen (DK)

11.50-12.30 Discussants Jarle Jensen & Olli Vuotilainen (Suvi Anttila)

12.30-13.30 Lunch

13.30-13.50 Opportunities and challenges for future rural development policies in the Nordic Region, Gro Marit Grimsrud, Senior Researcher, NORCE Norwegian Research Centre AS (NO)

13.50-14.30 Discussants Leif Ehrstén & Maria Eriksson (Eydun Christiansen)

14.30-14.50 Green transition for resilient Nordic regions, Markku Sotarauta, Professor of Regional Development Studies, University of Tampere (FI)

14.50-15.20 Discussants Sara Aasted Paarup & Bjørn Barvik (Linnéa Johansson)

15.20-15.50 Coffee break

15.50-16.10 Future opportunities and challenges for the Nordic Arctic Region, Astrid Ogilvie, Senior Scientist, Stefansson Arctic Institute (IS), and former holder of the Nansen Professorship at University of Akureyri

16.10-16.40 Discussants Ole Fjordgaard Kjær or Thomas Gaarde Madsen & Holger Bisgaard (Halla Nolsøe Poulsen)

16.40-17.00 Concluding remarks towards a new Nordic Cooperation Programme for Regional Policy Ragnhildur Hjaltadóttir, Permanent Secratary and Hermann Sæmundsson, Director, Ministry of Transport and Local Government (IS)

17.00-19.00 Reception at Akureyri Art Museum