Framtíð rafrænna viðskipta og samninga

Arnaldur Axfjörð á lögfræðitorgi

Á lögfræðitorgi fjallar Arnaldur Axfjörð, verkfræðingur, um þær áskoranir sem eru handan við hornið vegna aukinna krafna um rafræn samskipti í atvinnulífinu og við stjórnvöld. Rafræn auðkenni, rafrænar undirskriftir og rafrænir samningar: Að hverju þarf að hyggja?

Arnaldur Axfjörð hefur verið ráðgjafi stjórnvalda og fjármálafyrirtækja um upptöku á rafrænum skilríkjum á Íslandi og er sérfræðingur á sviði öryggismála í upplýsingatækni.

Efni lögfræðitorgs ætti að höfða til allra sem eru áhugasamir um rafræn viðskipti og samninga, hvort heldur frá lagalegu sjónarhorni, viðskiptalegu eða frá sjónarhorni upplýsingatækni og öryggismála.

Funarstjóri er Hrannar Hafberg, lektor.

Torgið er opið öllum endurgjaldslaust.