Frjálsir vængir

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi - Rafrænir hádegisfyrirlestrar á vegum Háskólans á Akureyri.

Þann 25. nóvember nk. hefst sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi og er það Mannréttindaskrifstofa Íslands sem stendur fyrir átakinu. Að þessu tilefni verður boðið upp á rafræna fyrirlestra á þessu tímabili. Jafnréttisráð Háskólans á Akureyri vill vekja athygli á átakinu sem og þessum fyrirlestrum. 

Fimmtudaginn 25. nóvember verður fyrirlesturinn Frjálsir vængir. Jokka lífssigrari (survivor) lýsir reynslu sinni af úrvinnslu eftir ofbeldi.

Öll velkomin!

ZOOM hlekkur