Fyrirlestur um meðferð persónuupplýsinga

Magnús Jökull Sigurjónsson, persónuverndarfulltrúi opinberu háskólanna, mun halda erindi um ábyrga meðferð persónuupplýsinga

Magnús Jökull Sigurjónsson, persónuverndarfulltrúi opinberu háskólanna, mun halda erindi um ábyrga meðferð persónuupplýsinga miðvikudaginn 16. október nk. kl. 12.10-13.00.

Hann mun meðal annars fjalla um:

  • Hvenær heimilt er að vinna með persónuupplýsingar.
  • Meginreglur um vinnslu persónuupplýsinga.
  • Muninn á almennum og viðkvæmum persónuupplýsingum.
  • Hlutverk persónuverndarfulltrúa.
  • Muninn á ábyrgðaraðilum og vinnsluaðilum.
  • Helstu réttindi og úrræði hins skráða.
  • Flutning persónuupplýsinga milli landa.
  • Öryggi persónuupplýsinga.

Fyrirlesturinn fer fram í M102 og er allt háskólafólk hvatt til að mæta.