Ghostlamp - frumkvöðlasaga og áhrifavaldamarkaðssetning

Málstofa í viðskiptafræði með Jón Braga Gíslasyni, stofnanda Ghostlamp.

Jón Bragi Gíslason, stofnandi Ghostlamp, íslensks nýsköpunarfyrirtækis sem tengir saman áhrifavalda og fyrirtæki, mun koma og fara yfir sögu Ghostlamp, markaðinn sem þau starfa á og þróun á þeim markaði undanfarin ár.

Jón Bragi mun sýna herferðir sem fyrirtækið hefur keyrt á Íslandi sem og úti í heimi, en einnig mun Jón Bragi gefa innsýn í framtíð fyrirtækisins.

Málstofan er opin öllum endurgjaldslaust