GoRed dagurinn

Blóðþrýstingsmæling og blóðsykurmæling í VMA.

GoRed dagurinn 2019 verður í VMA þriðjudaginn 12. febrúar í samvinnu Hjartaverndar Norðurlands, Háskólans á Akureyri og Sjúkraliðabrautar VMA.

Kennurum, nemendum og öllu starsfólki VMA er boðið í blóðþrýstingsmælingu og blóðsykurmælingu milli 9.30 og 13.30.

Konur eru sérstaklega hvattar til þátttöku en karlar eru líka velkomnir í mælingu

Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í heiminum. GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhrifaþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig megi draga úr líkum á þeim.