Farsæl saman í yfir 15 ár

4. febrúar 2025 kl. 15:00-15:40
Kynningarfundur um samstarf Háskólans á Akureyri og Háskólaseturs Vestfjarða

Háskólinn á Akureyri og Háskólasetur Vestfjarða hafa átt farsælt samstarf í yfir 15 ár um fullgildingu meistaranáms. Nú er samningurinn um þetta samstarf til endurnýjunar og af því tilefni verða fulltrúar Háskólaseturs Vestfjarða á Akureyri til að kynna námið og svara spurningum.

  • Hvað felst í samstarfinu?
  • Hvernig virkar meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða?
  • Hvaða tækifæri felast í samstarfinu?

Sólarpönnukökur í boði Háskólaseturs Vestfjarða – eðlilega!

Öll velkomin! Starfsfólk HA sem tengist samstarfinu er sérstaklega hvatt til að mæta.