Hackathon með Microsoft

Tölvunarfræði við HA og Microsoft á Íslandi standa fyrir stuttum fyrirlestri og hackathon.

Dagskrá

13:15 Fjórða iðnbyltingin, gervigreind og Quantum Computing

Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi
Heimir ætlar að fjalla um helstu áherslur Microsoft er varðar fjórðu iðnbyltinguna og áherslur Microsoft. Heimir mun einnig stikla á stóru er varðar gervigreind og fara yfir það hvernig fyrirtæki eru að nýta sér grevigreind í dag framtíðarsýn Microsoft á þessu sviði. Heimir mun einnig stikla á stóru varðandi Quantum computing og framtíðarsýn Microsoft hvað þetta varðar.

13:45 Kynning á Microsoft Azure skýinu

Sara Másdóttir, starfsmaður Microsoft á sviði skýjalausna
Sara hefur kynnt sér vel hvaða möguleika háskólar hafa til að nýta sér Microsoft Azure sér að kostnaðarlausu. Sara mun fara yfir hvernig nemendur geta skráð sig fyrir Azure reikning og nýtt sér margvíslegar skýjaþjónustur Microsoft.

14:30 Hackathon með Microsoft – Komdu hugmyndum þínum í skýið

Sara Másdóttir, starfsmaður Microsoft á sviði skýjalausna
Sara ætlar að halda Hackathon með áhugasömum nemendum innan HA til að vekja athygli á Microsoft Azure og þeim möguleikum sem skýjalausnir hafa upp á að bjóða. Öllum nemendum er boðið að vera með og allar hugmyndir eru vel þegnar. Sara mun undirbúa nokkur dæmi sem einnig verður hægt að nýta til að prófa þessar þjónstur.

Dagskrá á prentformi (pdf)

Allir velkomnir