Brautskráning - framhaldsnám

Brautskráning kandídata af framhaldsnámsstigi

Brautskráning kandídata úr námi á framhaldsstigi og diplómunemenda af framhaldsstigi fer fram í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 14. júní 2019. Brautskráningarathöfn hefst í hátíðarsal kl. 16.00

BEINT STREYMI

Móttaka með léttum veitingum í boði háskólans og Góðvina HA hefst í Miðborg kl. 17.00. Þar gefst tækifæri til að sýna gestum um háskólasvæðið og ræða við samnemendur og kennara. Nemendur eru hvattir til að bjóða með sér fleiri gestum þangað.

Dagskrá

  • Setning - Kynnar eru Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Guðmundur Gunnarsson
  • Tónlist - Hornaflokkur
  • Ræða rektors - Eyjólfur Guðmundsson
  • Tónlist - Eik og Una Haraldsdætur
  • Brautskráning frá fræðasviðum

Heilbrigðisvísindasvið, Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir forseti sviðsins
Hug- og félagsvísindasvið, Anna Ólafsdóttir forseti sviðsins
Viðskipta- og raunvísindasvið, Rannveig Björnsdóttir forseti sviðsins

  • Ávarp Kandídats
  • Tónlist - Eik og Una Haraldsdætur
  • Heiðursverðlaun Góðvina
  • Athöfn slitið
  • Móttaka með léttum veitingum

Upplýsingar til nemenda

Stutt æfing fer fram í hátíðarsal kl. 15 sama dag og í kjölfarið verður hópmyndataka.

Kandídatar eru beðnir um að mæta tímanlega og eru hvattir til að sameinast í bíla og leggja í bílastæði við Borgir.

Kaffi Hóll verður opinn til kl. 15.15 og hægt að kaupa sér hressingu þar.

Kandídatar geta boðið allt að fjórum gestum með sér á brautskráningarathöfnina. Velkomið er að bjóða fleiri gestum í móttökuna. Ljósmyndari tekur mynd af brautskráningu hvers kandídats á sviði og verða myndirnar aðgengilegar á Flickr-síðu HA kandídötum að kostnaðarlausu. Birt verður tilkynning hér á vefnum og á samfélagsmiðlum þegar myndirnar eru aðgengilegar.

Streymt verður frá athöfninni.

Vinsamlega tilkynntu hér um mætingu fyrir 5. júní. Sjáir þú þér ekki fært að mæta til brautskráningar ert þú beðin/n um að tilkynna það.

Hlökkum til að fagna með þér áfanganum