Háskólahátíð - grunnnám

Brautskráning kandídata úr grunnnámi.

Háskólahátíð fer fram í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 15. júní 2019. Þar verða brautskráðir kandídatar til bakkalárprófs og diplómunemendur á grunnstigi. Brautskráningarathöfn hefst í hátíðarsalnum kl. 11.00

Móttökur hefjast á fræðasviðunum kl. 13.00. Þar gefst kandídötum tækifæri til að sýna gestum um háskólasvæðið og ræða við samnemendur og kennara. Kandídatar eru hvattir til að bjóða með sér fleiri gestum þangað. Háskólinn og Góðvinir HA bjóða upp á léttar veitingar. Einnig verður myndkassi á staðnum.

Sjónvarpað verður beint frá brautskráningunni á N4 og á Facebook-síðu HA. Upptaka verður síðan aðgengileg á vef skólans.

Dagskrá

  • Setning - Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Guðmundur Gunnarsson
  • Tónlist - Hornaflokkur
  • Ræða rektors - Eyjólfur Guðmundsson
  • Tónlist - Eik og Una Haraldsdætur
  • Brautskráning frá fræðasviðum

Heilbrigðisvísindasvið, Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir forseti sviðsins
Hug- og félagsvísindasvið, Anna Ólafsdóttir forseti sviðsins
Viðskipta- og raunvísindasvið, Rannveig Björnsdóttir forseti sviðsins

Heilbrigðisvísindasvið í J-húsi
Hug- og félagsvísindasvið í Miðborg (lögreglufræði í stofu M201)
Viðskipta- og raunvísindasvið í anddyri Borga

*Öllum gestum, einnig þeim sem ekki gátu verið viðstaddir brautskráningarathöfnina, er boðið til móttökunnar. Góðvinir bjóða upp á léttar veitingar.

Upplýsingar til nemenda

Hópmyndatökur fræðasviðanna verða stundvíslega sem hér segir (kandídatar þurfa að mæta tímanlega):

  • kl. 09.00 hug- og félagsvísindasvið
  • kl. 09.30 viðskipta- og raunvísindasvið
  • kl. 10.00 heilbrigðisvísindasvið

Kaffi Hóll verður opið frá kl. 08.45 og hægt að kaupa hressingu þar.

Kandídatar geta boðið tveimur gestum með sér á brautskráningarathöfnina. Velkomið er að bjóða fleiri gestum í móttökuna. Ljósmyndari tekur mynd af brautskráningu hvers kandídats á sviði og verða myndirnar aðgengilegar á Flickr-síðu HA kandídötum að kostnaðarlausu. Birt verður tilkynning hér á vefnum og á samfélagsmiðlum þegar myndirnar eru aðgengilegar.

Streymt verður frá athöfninni.

Vinsamlega tilkynntu hér um mætingu fyrir 5. júní. Sjáir þú þér ekki fært að mæta til brautskráningar ert þú beðin/n um að tilkynna það.

Æfing fyrir brautskráninginu verður föstudaginn 14. júní í hátíðarsalnum og hefst stundvíslega kl. 19.00. Gott er að mæta í þeim skófatnaði sem notaður verður við brautskráninguna.

HLÖKKUM TIL AÐ FAGNA MEÐ ÞÉR ÁFANGANUM