Hið ósýnilega afl: Hvernig kúltúr mótar frammistöðu fjöldans

Opinn fyrirlestur

Erindið fjallar um hvernig félagsleg umgjörð, hugmyndafræði, gildi, og vinnubrögð mynda kúltúr sem virkar sem ósýnilegt afl á einstaklinga og hópa. Kúltúrinn getur þannig verið eflandi eða heftandi fyrir ánægju og árangur fjöldans. Þegar vel til tekst þá getur kúltúrinn falið í sér þekkingu, hvatningu, verkfæri og tækifæri til að stór hópur nái árangri á ákveðnu sviði. Þegar illa til tekst þá heldur hann aftur af fólki og dregur úr tækifærum þess til að fullnýta sína hæfileika. Talsverð sóknarfæri felast í því að vinna á markvissan hátt við að byggja upp árangursríkan kúltúr í íþróttum, sem og á fleiri sviðum.

Viðburðurinn er í boði samstarfsins milli ÍSÍ, ÍBA, Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar.

Öll velkomin!