Hnattreisa á skólaskipi

Árún K. Sigurðardóttir og Steingrímur Jónsson prófessorar við HA

Vorið 2018 fóru Árún K. Sigurðardóttir og Steingrímur Jónsson prófessorar við Háskólann á Akureyri sem kennarar á skólaskipinu World Odyssey frá San Digeo í Kaliforníu til Lissabon í Portúgal, með viðkomu í 14 höfnum í fjórum heimsálfum.

Ferðaáætlun skipsins tók mið af því að nemendurnir lykju einu misseri af sínu háskólanámi um borð og eitt af markmiðum námsins er að nemendur kynnist öðrum menningarsamfélögum og aðstæðum fólks á þeim stöðum sem ferðast er um. Greint verður frá siglingunni, lífinu um borð og ævintýrum í höfnum.

Hnattreisa á skólaskipi (pdf)

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis