Hvað er góð háskólakennsla?

Kennsluráðstefna Kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri

Þriðjudaginn 22. maí frá 13-16 verður efnt til þriðju árlegu kennsluráðstefnu Kennslumiðstöðvar HA. Yfirskrift ráðstefnunnar er eins og áður Hvað er góð háskólakennsla?

Við HA er boðið uppá margvísleg námsform og leiðir, notaðar eru fjölbreyttar kennsluaðferðir og margir kennarar eru í stöðugri þróunarvinnu með námskeið sín. Ráðstefnan er því kjörin vettvangur fyrir háskólakennara til að koma saman, kynna og ræða kennsluaðferðir, nálganir og þróa enn frekar hugmyndir sínar um bætta kennslu við HA. Kennarar frá öðrum háskólum eru velkomnir á ráðstefnuna

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru:

  • Merrie Kaas, Prófessor við hjúkrunarfræðideild Minnesotaháskóla
  • Anna Helga Jónsdóttir, aðjúnkt við Verkfræði og Náttúruvísindasvið HÍ
  • Nemendur frá SHA fyrir hönd nemenda

Hringborðsumræður

Leitast er eftir 10-15 mínúta erindum til að taka þátt í hringborðsumræðum (e. Roundtable) frá háskólakennurum er tengjast yfirskrift ráðstefnunnar.

Sérstaklega er leitast eftir:

  • Kynningum á þróunarverkefnum í kennslu
  • Nýjungum hvort sem er í kennslu eða námsmati
  • Reynslu af innleiðingu nýrrar tækni eða hugbúnaði í kennslu

Vinsamlegast sendið inn lýsingu á erindi (úrdrátt) að hámarki 200 orð fyrir miðnætti föstudaginn 20. apríl 2018 merkt KHAradstefna til kha@unak.is

Svör um samþykki á erindi munu berast til umsækjenda fyrir 9 maí 2018.

Nánari upplýsingar