Hvað er jafnlaunavottun og hver er tilgangur hennar?

Lögfræðitorg með Jóni Fannari Kolbeinssyni, lögfræðingi Jafnréttisstofu.

1. janúar 2018 tóku gildi lög um jafnlaunavottun sem skyldar fyrirtæki eða stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli til að öðlast vottun. Farið verður yfir vottunarferlið og rætt um þær kröfur sem að lagðar eru á fyrirtæki eða stofnanir og hvernig ferlið hefur gengið hingað til. Hlutverk Jafnréttisstofu verður skýrt og boðið upp á umræður í kjölfarið.

Jón Fannar Kolbeinsson er með ML gráðu frá HA og LL.M. gráðu í mannréttindarlögfræði frá háskólanum í Lundi. Hann hefur starfað sem fulltrúi sýslumanns/lögreglustjórans á Vestfjörðum og varð síðar staðgengill sýslumanns/lögreglustjóra. Þá starfaði hann sem lögfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu áður en hann tók við stöðu lögfræðings Jafnréttisstofu.

Torgið er öllum opið endurgjaldslaust