Hvernig líður þér í lok vinnudags?

Um streitu og kulnun í starfi.

Það að vera úrvinda eða andlega uppgefin eftir vinnudaginn til lengri tíma litið er ástand sem hefur mikil áhrif á heilsu og vellíðan starfsmanna, ekki bara í vinnu heldur líka almenn lífsgæði. Mikilvægt er að starfsskilyrði á vinnustað séu þannig að þau styðji við góða heilsu og vellíðan í starfi og dragi úr neikvæðum þáttum eins og veikindafjarvistum, streitu og kulnun í starfi.

Í erindinu fjallar Hjördís Sigursteinsdóttir um niðurstöður rannsóknar á heilsu, líðan og starfstengdum viðhorfum starfsfólks sveitarfélaga og sýndar niðurstöður varðandi líðan í lok vinnudags ásamt sálfélagslegum þáttum í vinnuumhverfinu sem geta haft áhrif á streitu og kulnun í starfi. Niðurstöðurnar sýna að mikilvægt er að huga betur að heilsueflandi vinnuumhverfi en nú er gert, starfsfólki til heilla.

Málstofan er opin öllum endurgjaldslaust