6. febrúar 2025 kl. 08:00-22:00
Árlegt málþing Kennaradeildar í tilefni af Degi leikskólans
Öll velkomin til þátttöku á árlegu málþingi Kennaradeildar í tilefni af Degi leikskólans 2025!
Árlegt málþing Kennaradeildar í tilefni af Degi leikskólans verður haldið í tólfta sinn þann 6. febrúar.
Málþingið er framlag leikskólakennara við Kennaradeild til leikskólasamfélagsins og fer fram í Facebook hópnum Leikur og leikskólastarf. Erindin eru tekin upp og verða lifandi frá kl. 08:00 til 22:00 umræddan dag. Aðgangur er öllum opinn og gjaldfrjáls.
Leikur og leikskólastarf er vettvangur ríflega 8600 leikskólakennara, annars starfsfólks leikskóla og áhugafólks um leikskólastarf og eru stjórnendur hópsins tveir kennarar við Kennaradeild, þær Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Kristín Dýrfjörð. Málþingið hefur fest sig í sessi sem hluti af viðburðum dagsins og aðsókn á málþingið hefur aukist jafnt og þétt í gegnum árin.
Dagskrá málþingsins:
Fagháskólanám í leikskólafræði
Alda Stefánsdóttir
Sögur í leikskólastarf
Anna Elísa Hreiðarsdóttir
Leiðtogahlutverk leikskólastjórnenda
Anna Lilja Sævarsdóttir
Hæglæti í leikskólastarfi: Að skapa dýpt í námi og leik
Kristín Dýrfjörð
Bernskulæsi í leikskólastarfi
Rannveig Oddsdóttir
Öll velkomin!