Jafnréttisdagar: Tungumálakaffi

Æfðu þig í hinum ýmsu tungumálum yfir kaffibolla.

Í tilefni af jafnréttisdögum mun jafnréttisráð, í samstarfi við erlenda skiptinema, standa fyrir tungumálakaffi í Miðborg.

Hugmyndin með tungumálakaffi er sú að hægt verði að hitta erlenda skiptinema og starfsmenn frá ólíkum löndum og ræða við þá á þeirra eigin tungu (t.d. þýsku, ensku, dönsku o.s.frv.) og þjálfa sig í leiðinni í viðkomandi tungumáli. Einnig er hugmyndin sú að skiptinemarnir fái tækifæri að nota íslenskuna sem þeir hafa lært. Jafnframt er hægt að ræða saman á ensku um viðkomandi tungumál.

Umræðuefnin geta verið tungumálið sjálft, samanburður við önnur tungumál, jafnréttismál o.s.frv.

Við hvetjum alla, bæði starfsfólk og nemendur, til að taka þátt.

ÖLL VELKOMIN - AÐGANGUR ÓKEYPIS