Jafnréttisdagar: Að tilheyra 1%: fatlaðar konur í háskólanámi

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir á Félagsvísindatorgi

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, mun taka yfir félagsvísindatorg á jafnréttisdögum 2020. Í fyrirlestrinum fjallar Inga Björk um reynslu sína af háskólanámi og skiptinámi erlendis sem fötluð kona. Hún fjallar um áskoranir, viðhorf og baráttuna við hin fjölmörgu kerfi sem tryggja fötluðu fólki rétt til náms. Viðburðurinn er opinn öllum.

ÖLL VELKOMIN - AÐGANGUR ÓKEYPIS