Jafnréttisdagur

Innflytjendur og háskólamenntun: samfélagsleg ábyrgð og framtíðarsýn.

Jafnréttisráð Háskólans á Akureyri stendur fyrir jafnréttisdegi þann 14. febrúar í samvinnu við aðra háskóla á Íslandi. Efnt verður til málþings sem haldið verður í Háskóla Íslands og streymt verður frá því til okkar í HA í stofu M201.

Hér er dagskrá jafnréttisdagsins:

Innflytjendur og háskólamenntun: samfélagsleg ábyrgð og framtíðarsýn

  • Fyrirlestrarsalur Veraldar í Háskóla Íslands
  • Kl: 13.30-16.50

13:30 Opnun málþings: Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar í Háskóla Íslands
13:40 Rannsóknarverkefnið Væntingar og tækifæri innflytjenda á Íslandi til háskólamenntunar og áskoranir henni tengdar: Almenn kynning verkefnis: Hanna Ragnarsdóttir prófessor og Kriselle Lou Suson Jónsdóttir
13:50 Stefnur háskóla: Anna Katarzyna Wozniczka doktorsnemi
14:00 Niðurstöður: Kennsluaðferðir - Anh-Dao Tran nýdoktor
14:20 Niðurstöður: Íslenska sem annað mál - Artëm Ingmar Benediktsson doktorsnemi
14:40 Niðurstöður: Stuðningur - Susan Rafik Hama doktorsnemi
15:00 Samantekt: Börkur Hansen prófessor og Hanna Ragnarsdóttir prófessor
15:10 Spurningar og umræður
15:20 Kaffihlé
15:50 Þekking, menntun og reynsla innflytjenda kvenna í ljósi #Metoo. Brynja Elísabeth Halldórsdóttir lektor
16:10 Pallborðsumræður:

  • Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar í Háskóla Íslands
  • Nichole Leigh Mosty, fulltrúi WOMEN: Samtök kvenna af erlendum uppruna
  • Derek Allen, formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands
  • Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands
  • Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri
  • Katrín Ólafsdóttir, formaður Jafnréttisnefndar Háskólans í Reykjavík
  • Sonja Björg Jóhannsdóttir, jafnréttisfulltrúi Landsambands íslenskra stúdenta

16:50 Málþingi slitið

Öll hjartanlega velkomin í stofu M201 fimmtudaginn 14. febrúar kl. 13:30.

Boðið verður upp á kaffiveitingar.