Kynning á Fulbright-styrkjum

Allir áhugasamir hvattir til að mæta á þessa kynningu!

Þriðjudaginn 27. ágúst mun Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright stofnunarinnar á Íslandi koma í heimsókn og kynna Fulbright styrkina fyrir nemendum og fræðimannastyrkina fyrir kennara.

Belinda mun verða í matsal HA (Vesturborg) með kynningu fyrir starfsmenn frá kl. 11:30-12:00 og fyrir nemendur frá 12:00-12:30.

Allir áhugasamir hvattir til að mæta á þessa kynningu.

Frekari upplýsingar um Fulbright er að finna á http://www.fulbright.is/