Kynningarfundur um nýsköpun og frumkvöðlastarf á Akureyri

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita heimsækir Akureyri
Miðvikudaginn 3 júní verður kynning á viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita í Háskólanum á Akureyri kl 14.00-16.00. Um er að ræða stutta vinnustofu um þróun viðskiptahugmynda.

Til sjávar og sveita býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi.

Hraðallinn, sem hefur göngu sína í annað sinn næsta haust, er einnig tilvalinn vettvangur fyrir þróun tæknilausna ætlaðar verslun og þjónustu, t.d. greiðslumiðlun, birgðastýringu, flutningi o.þ.h. sem snýr að því að koma vörum í hendur viðskiptavina. Hraðlinum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað.

Viðburður á Facebook

Dagskrá 
  • Kynning á viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita
    • Sunna Halla Einarsdóttir, Icelandic Startups
  • Frumkvöðull deilir reynslu sinni af uppbyggingu fyrirtækis og þátttöku í viðskiptahraðli
    • Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, hjá Kaffi kú
  • Viðskiptahugmyndir og mótun þeirra
    • Freyr Friðfinnsson, Icelandic Startups
  • Að loknum kynningum verður opið fyrir spurningar og spjall þar sem þátttakendum gefst jafnframt kostur á að kynna hugmyndir sínar stuttlega fyrir starfsmönnum Icelandic Startups, fá endurgjöf og leiðsögn um næstu skref.