Kynntu þér Háskólann á Akureyri!

Sjö námsleiðir sem einungis eru í boði við Háskólann á Akureyri

Háskóli er meira en hús, upplýsingar og fræðsla. Háskóli er samfélag. Háskólinn á Akureyri stendur fyrir rafrænum kynningum á námsframboði háskólans þar sem gert er ráð fyrir 30 mínútna kynningu á hverri námsleið ásamt fyrirspurnatíma. Kynningarnar munu fara fram á Zoom og geta þátttakendur því spurt spurninga og fengið skýr svör. Nemendur sjálfir munu sjá um að kynna námið og svara spurningum, auk þess sem starfsfólk háskólans verður til taks. Kynningunum verður skipt niður eftir fræðasviðum háskólans og hvetjum við þá sem eru að huga að háskólanámi til þess að kynna sér dagskránna og mæta á þær kynningar sem vekja athygli og forvitni.

Kynningarnar eru teknar upp og hægt að horfa á hér. 

Dagskrá kynninganna:

Föstudagurinn 24. apríl kl. 15:00 - Lögreglufræði

Þriðjudagurinn 5. maí - Kennarafræði og lögfræði 

Kl. 15:00 - Kennarafræði

Kl. 15:30 - Lögfræði

Fimmtudagurinn 7. maí - Hjúkrunarfræði, iðjuþjálfunarfræði og framhaldsnám í heilbrigðisvísindum

Kl. 15:00 - Hjúkrunarfræði

Kl. 15:30 - Iðjuþjálfunarfræði

Kl. 16:00 - Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum

Þriðjudagurinn 12. maí - Líftækni, sjávarútvegsfræði, viðskiptafræði og tölvunarfræði

Kl. 15:00 - Líftækni
Kl. 15:30 - Sjávarútvegsfræði
Kl. 16:00 - Viðskiptafræði
Kl. 16:30 - Tölvunarfræði

 

Þriðjudagurinn 19. maí - Félagsvísindi, fjölmiðlafræði, nútímafræði og sálfræði

Kl. 15:00 - Félagsvísindi

Kl. 15:30 - Fjölmiðlafræði

Kl. 16:00 - Nútímafræði

Kl. 16:30 - Sálfræði

Þriðjudagurinn 9. júní

Kl. 16:00 - Spurt og svarað um HA