Leitin að lífi á Mars

Opinn kynningarfundur.

Nýlegar athuganir hafa bent til þess að lífræn efni séu til staðar á reikistjörnunni Mars í meira magni en áður var talið. Þýðir það að líf sé eða hafi verið að finna á þessari óvistlegu plánetu? Hvaða ályktanir getum við dregið af örverulífi í svipuðu umhverfi hér á Jörðinni?

Á kynningarfundinum verður fjallað um yfirstandandi rannsóknir á vegum umhverfisörveruhóps Háskólans á Akureyri. 

Erindi verða flutt á ensku, en þess gætt að þau séu aðgengileg fólki án sérþekkingar á örverufræði eða jarðefnafræði. 

Í tengslum við fundinn verður opnuð sýning á ljósmyndum frá Danakil-svæðinu í Eþíópíu þar sem einkar harðgerar jaðarörverur er að finna. 

Dagskrá

14.00 Welcome address. Mars and Iceland – what do they have in common?

Oddur Vilhelmsson, University of Akureyri. 

14.25 Observing and confirming liquid water on Mars: present conclusions and future possibilities

Anshuman Bhardwaj, Luleå Technical University. 

14.50 Iceland - a stepping stone to the Moon and Mars

Örlygur Hnefill Örlygsson, The Exploration Museum. 

15.15 Coffee break

15.30 Surtshellir in Hallmundarhraun. Historical overview, exploration, memories, damage, an attempt to reconstruct its glorious past

Árni B. Stefánsson, Hellarannsóknafélag Íslands. 

15.55 Night Life: the search for life in caves on Earth and Mars

Nina Kopacz, Utrecht University.

16.25 Life the Universe, and Astrobiology: From Iceland Volcanoes to Mars

Amanda Stockton, Georgia Institute of Technology. 

16.50 The inhospitable Danakil region of Ethiopia gives us clues about life on Mars!

Barbara Cavalazzi, University of Bologna. 

17.15 Opening of exhibition

Allir velkomnir