Maður er manns gaman

Ráðstefna um félagsauð og heilsu á efri árum, fimmtudaginn 12. apríl.

Ráðstefnan er samvinnuverkefni Félags eldri borgara á Akureyri og heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri.

Dagskrá

10.30 Þú veist ekki hvers þú megnar fyrr en þú reynir

Þjálfarar frá Líkamsræktinni Bjargi standa fyrir skemmtilegri og líflegri hreyfistund.

11.30 Hádegishlé

Hægt verður að kaupa léttar veitingar í mötuneyti Háskólans.

12.30 Kórsöngur

„Í fínu formi“, kór eldri borgara á Akureyri ásamt Petru Björk Pálsdóttur og Valmari Väljaots.

13.00 Setning ráðstefnunnar

Ragnheiður Gestsdóttir, fyrrverandi kennari.

13.05 Maður er manns gaman

Olga Ásrún Stefánsdóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur, aðjúnkt HA.

13.20 Tæknin, tengslin og gleðin

Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÖA, dósent HÍ.

13.35 Tækifærin í hversdeginum - heilsa og hreyfing

Dr. Sólveig Ása Árnadóttir, sérfræðingur í öldrunarsjúkraþjálfun, dósent HÍ.

13.50 Kvikmyndin ,,Við erum til“

Helga Margrét Guðmundsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur.

14.20 Hlé – kaffi, kleinur og tónlist

Númi Adolfsson sér um tónlistina.

14.40 ,,Á ég að gera það?“

Dr. Elín Díanna Gunnarsdóttir, sálfræðingur, dósent HA.

14.55 Sálfélagslegar þarfir fólks með heilabilun

Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi á Droplaugarstöðum.

15.10 Svo lengist lærið sem lífið

Guðrún Sigurðardóttir, fyrrverandi talmeinafræðingur og æðarbóndi.

15.20 Maðurinn einn er ei nema hálfur

Hjálmar Freysteinsson, fyrrverandi læknir.

15.30 Matur er mannsins megin

Kristín Sigfúsdóttir, fyrrverandi kennari.

15.40 ,,Af hverju spurði ég ekki?“

Valdimar Gunnarsson, fyrrverandi kennari.

16.00 Ráðstefnuslit

Haukur Halldórsson, fyrrverandi bóndi, formaður félags eldri borgara á Akureyri.

Dagskrá á prentformi (pdf)

Ráðstefnunni stýrir Guðrún Sigurðardóttir, fyrrverandi talmeinafræðingur og æðarbóndi.

Ráðstefnan verður send út í streymi

Ráðstefnan er öllum opin og ókeypis