Málþing um doktorsnema og styrkumsóknir

Umsóknir í rannsóknarsjóði - Hvert er vægi doktorsnema í rannsóknum.

Markmiðið með málþinginu: Þáttur doktorsnema í rannsóknarverkefnum á vegum samkeppnissjóða fer vaxandi. Doktorsnám við HA er frábrugðið því sem gerist í ýmsum öðrum háskólum en hjá okkur er gengið út frá rannsóknarverkefni tilvonandi doktorsnema frekar en frá námi á doktorsstigi í tilteknum fræðigreinum. Að auki krefst HA þess að doktorsnemi sé með nægilegt fjármagn, t.d. innan rannsóknarhóps. Markmið málþingsins er að ræða reynslu, hugmyndir og verklag fræðimanna HA  varðandi þátttöku doktorsnema í rannsóknarhópum, rannsóknarverkefnum og umsóknum í rannsóknarsjóði.

Dagskrá:

09.45 Kaffi
10.00 Markmið og verklag málþingsins – Dr. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður RHA
10.10 Doktorsnám við HA; umsóknarferli og fjármögnun – Dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor
10.25 Reynslusaga I: Er ástæða til að óttast hina margfrægu evrópsku bjúrókrasíu? – Dr. Oddur Vilhelmsson, prófessor
10.40 Reynslusaga II: Staða doktorsnema í norrænu rannsóknarverkefni – Dr. Hermína Gunnþórsdóttir, dósent
10.55 Reynslusaga III: Staða doktorsnema gagnvart blandaðri fjármögnun – Dr. Þóroddur Bjarnason, prófessor
11.10 Umræður – stjórnandi Dr. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir
11.55 Niðurstöður – Dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson
12.00 Málþingi slitið

Fundarstjóri: Dr. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir