Meistaraverkefni á heilbrigðisvísindasviði

Nemendur kynna rannsóknarverkefni sín.

Nemendur í MS námi á heilbrigðisvísindasviði þurfa að kynna rannsóknarverkefni sín á opinberum fyrirlestri fyrir brautskráningu.

Eftirtaldir nemendur brautskrást í október:

Kl. 13.00   Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir: Stjórnun innan heilbrigðisþjónustu

  • “Aðalmálið að maður hlúi að sjálfum sér” Reynsla hjúkrunardeildarstjóra af álagi og áskorunum í starfi og bjargráðum í því samhengi
  • Leiðbeinendur: Sigrún Gunnarsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir

Kl. 13.35   Kristín Thorberg: Öldrun og heilbrigði

  • Hjartsláttur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands – Þjónandi forystustofnun? Rannsókn meðal hjúkrunarfræðinga á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
  • Leiðbeinendur: Hjördís Sigursteinsdóttir og Kristín Þórarinnsdóttir

Kl. 14.10   Ósk Guðmundsdóttir: Heilsugæsla í héraði – klínísk

  • „Það er hægt að líða svo miklu, miklu betur...“ Reynsla foreldra grunnskólabarna með kvíða af skólasamfélaginu og heilsuvernd skólabarna
  • Leiðbeinendur: Gísli Kort Kristófersson og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir

Málstofan er öllum opin