Meistarnámskynning í iðnaðarlíftækni

Dr. Jens G. Hjörleifsson, lektor í iðnaðarlífækni og kennari innan námsleiðarinnar heldur kynningu og svarar spurningum um námið þriðjudaginn 18. febrúar.

Iðnaðarlíftækni er þverfagleg námsleið sem tengist ýmsum greinum heilbrigðisvísinda, verkfræði, líffræði, efnafræði og öðrum raunvísindum.

Námsleiðin er sniðin að nemendum með ólíkan bakgrunn úr háskólanámi og er tilvalið framhald fyrir nemendur með B.Sc. gráðu í líftækni úr HA. Námsleiðin byggir á nánu samstarfi Háskóla Íslands og atvinnulífsins en nemendum gefst kostur á að vinna hagnýt rannsóknarverkefni í tengslum við íslensk líftæknifyrirtæki.

Nemendur öðlast víðtæka, þverfræðilega þekkingu og skilning á viðfangsefnum iðnaðarlíftækni og ennfremur þekkingu og skilning á nýtingu líftækni í iðnaði. Einnig öðlast þeir góða þekkingu á þeim greinum sem liggja til grundvallar iðnaðarlíftækni. Til dæmis:

  • Frumulíffræði
  • Erfðatækni
  • Örverufræði
  • Próteinefnafræði
  • Próteinhreinsitækni
  • Líftæknilyfjum
  • Framleiðsluferlum við líftækniframleiðslu.

Dr. Jens G. Hjörleifsson, lektor í iðnaðarlífækni og kennari innan námsleiðarinnar heldur kynningu og svarar spurningum um námið þriðjudaginn 18. febrúar.