Næringardagur SAk 2019

Næring aldraðra, með áherslu á næringarástand hrumra aldraðra.

Umfjöllun Næringardags Sjúkrahússins á Akureyri að þessu sinni verður um næringu aldraðra, með áherslu á næringarástand hrumra aldraðra.

Boðið verður upp á spurningaleik og dregið úr réttum svörum.

Dagskránni verður streymt á vef SAk.

Facebook viðburð má finna hér.

Dagskrá:

13.00 Næring hrumra og veikra aldraðra - Berglind Soffía Blöndal, næringarfræðingur og doktors nemi við Háskóla Íslands

13.30 Þyngdartap: læknisfræðileg uppvinnsla - Konstantín Shcherbak, sérfræðingur í öldrunarlækningum við Landspítala

14.00 Kaffihlé - verðlaunaafhending í spurningaleik

14.20 Kyngingarvandi aldraðra - Ingunn Högnadóttir, talmeinafræðingur við Sjúkrahúsið á Akureyri

14.40 Næringarástand aldraðra í sjálfstæðri búsetu - Sandra Ásgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur við heimahjúkrun Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

15.00 Umræður og samantekt