Opnir dagar

Kynntu þér námsúrvalið í HA frá fyrstu hendi!

Opnir dagar í Háskólanum á Akureyri verða föstudaginn 29. október kl. 12:00 - 14:00.

Stúdentar og starfsfólk HA svara öllum þínum spurningum um námið í HA. 

  • Hvernig virkar þetta sveigjanlega nám? 

  • Hvað þarf ég að gera til að fara í skiptinám? 

  • Hvað get ég gert með gráðu frá HA?  

Áhugasamir geta tekið þátt í laufléttum ratleik til að glöggva sig á náminu og til að kynnast háskólasvæðinu.  

Að loknum kynningum verður boðið til pizzuveislu. 

Við hlökkum til að sjá þig!