Orkuskipti í samgöngum og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum

Félagsvísindatorg með Sigurði Inga Friðleifssyni, framkvæmdastjóra Orkuseturs.

Íslendingar hafa skrifað undir skuldbindingar varðandi útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna Parísarsáttmálans. Draga þarf verulega úr útblæstri fyrir árið 2030 en talsvert flókið er að ná utan um hvaða útblástur fellur beint undir íslensk stjórnvöld og hvað á heima í öðrum flokkum. Í erindinu verður losun Íslands greind í viðeigandi flokka og möguleikar til minni losunar útskýrðir.

Sigurður Friðleifsson er líffræðingur frá Háskóla Íslands og lauk MSc-prófi í umhverfisfræðum frá Háskólanum í Lundi. Sigurður hefur starfað sem framkvæmdarstjóri Orkuseturs frá árinu 2005.

Þessi málstofa á félagsvísindatorgi er skipulögð í samstarfi við umhverfisráð Háskólans á Akureyri.

Torgið er opið öllum endurgjaldslaust