Örtónleikar í Miðborg með dr. Enrique del Acebo Ibáñez

Argentíski félagsfræðingurinn og rithöfundurinn dr. Enrique del Acebo Ibáñez býður til örtónleika og upplestrar úr verkum sínum.

Argentíski félagsfræðingurinn og rithöfundurinn dr. Enrique del Acebo Ibáñez heimsækir Háskólann á Akureyri í dag og býður til örtónleika og upplestrar úr verkum sínum í Miðborg klukkan 13.30 í dag.

Enrique er sannkallaður íslandsvinur og hefur nokkrum sinnum áður heimsótt Háskólann á Akureyri. Að þessu sinni er hann á ferð með píanóleikaranum Javier Miranda sem mun leika nokkur sýnishorn af Argentínskri tónlist, jafnt tangóum sem klassískum verkum. Inná milli les Enrique úr örsagnasöfnum sínum og Javier spilar eigin útsetningar á umfjöllunarefni textanna.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir starfsfólk og nemendur til að taka sér smá hlé frá amstri dagsins og njóta listarinnar.