Óverðtryggð eða verðtryggð húsnæðislán?

Opin málstofa í Viðskiptadeild

Kristinn Máni Þorfinnsson meistaranemi við Viðskiptadeild HA kynnir lokaverkefni sitt miðvikudaginn 31. maí kl. 16:15 á Borgum við Norðurslóð (herbergi R262 á 2. hæð). Kynningunni verður einnig streymt hér

Óverðtryggð eða verðtryggð húsnæðislán?

Rannsóknartilgátan í verkefninu er hvort óverðtryggðir húsnæðisvextir séu með lægra vaxtaálag en verðtryggðir miðað við helstu efnahagsbreytur sem eru til umfjöllunar almennt. Hér er átt við verðbólgu, stýrivexti og vaxtaálag húsnæðislána miðað við ávöxtunarkröfu sértryggðra skuldabréfa, bæði óverðtryggðra (CB) og verðtryggðra (CBI).

Niðurstaða verkefnisins sýnir að nafnvextir verðtryggðra lána hafa verið hærri en nafnvextir óverðtryggðra lána, sem gefur til kynna að vaxtaálagið hafi verið vanreiknað og þar af leiðandi of lágt. Einnig kom í ljós að fylgni óverðtryggðra lána við verðbólgu er ekki eins góð og maður hefði haldið, en aftur á móti er fylgnin mjög góð við stýrivexti.

Öll velkomin!