Saga SUNN, endurreisn samtakanna árið 2019 og mótun starfsins framundan.

Harpa Barkardóttir, formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi fer yfir sögu SUNN.

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru þann 16. september stendur umhverfisráð Háskólans á Akureyri fyrir viðburðinum Saga SUNN, endurreisn samtakanna árið 2019 og mótun starfsins framundan.

Harpa Barkardóttir, formaður SUNN – Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi mun þar ræða um aðdraganda þess að samtökin voru endurreist vorið 2019 en starfsemi þeirra hafði legið niðri um árabil. Þá mun hún fjalla stuttlega um sögu SUNN sem voru stofnuð árið 1970 og voru fyrsta íslenska félagið sem helgaði sig náttúruvernd. Loks mun hún fjalla um verkefnin framundan og þær áskoranir sem er að mæta um þessar mundir.

  • Hvenær: 16. september á Degi íslenskrar náttúru, kl. 12.00
  • Hvar: Háskólanum á Akureyri, stofa M 102