Sameiningar sveitarfélaga og áhrif þeirra á þjónustustig

Málstofa í viðskiptafræði með Grétari Þór Eyþórssyni.

Í erindinu er fjallað um þau áhrif sem sameiningar sveitarfélaga hafa haft á þjónustustigið, gæði þjónustunnar, skilvirkni og jöfnuð. Sérstaklega er rýnt í áhrifin í stjórnsýslu- og þjónustukjörnunum í samanburði við jaðarhluta hinna nýju sveitarfélaga.

Byggt er á gögnum úr nýlegri grein höfundar og Vífils Karlssonar - The impact of amalgamations on services in Icelandic municipalities – sem birt var í Nordicum Mediterraneum í ársbyrjun 2018.

Einnig er fjallað um kenningar og niðurstöður Evrópskra rannsókna á þessum áhrifum.

Málstofan er opin öllum endurgjaldslaust