Sjálfstæðar konur? Félagsstefnur og stéttaskipting í kjölfar kvennahreyfingarinnar á Vesturlöndum

Fyrirlestur á félagsvísindatorgi

Í erindinu sínu mun Berglind Hólm fjalla um rannsóknir á stéttaskiptingu meðal kvenna á Vesturlöndum og áhrif fjölskyldustefnu í tuttugu og tveimur löndum á stéttaskiptingu kvenna og jafnrétti kynjanna. Feminískir fræðimenn, sem og aðgerðasinnar, hafa gagnrýnt kvennahreyfinguna fyrir að hafa gagnast fyrst og fremst menntuðum og efnameiri konum oft á kostnað efnaminni kvenna. Með þessum hætti hafi kvennahreyfingin að vissu leyti skapað meiri gjá en jöfnuð meðal kvenna á Vesturlöndum. Þrátt fyrir þessa gagnrýni hefur stéttaskipting meðal kvenna og hvernig tengslum kynjajafnréttis og efnahagsstöðu er háttað verið mjög lítið verið rannsökuð, hvorki á Íslandi né öðrum Vesturlöndum.

Berglind Hólm er lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri þar sem hún kennir kynjafræði, námskeið um minnihlutahópa og félagslegt misrétti, og einnig kenningar í félagsvísindum. Berglind er með doktorsgráðu í félagsfræði frá City University í New York. Rannsóknir hennar beinast einkum að ójöfnuði með sérstakri áherslu á stéttaskiptingu og kynjaójöfnuð.

Fyrirlesturinn verður á staðnum og í streymi.

Streymi

Öll velkomin!