Skiptinám

Rúnar Gunnarsson, alþjóðafulltrúi Háskólans á Akureyri, fjallar um áhrif nemendaskiptaáætlana á einstaklinga og samfélag

 

Rúnar Gunnarsson mun fjalla um skiptinám út frá samfélagslegu samhengi og hvað nemendaskiptaáætlun eins og Erasmus+ hefur haft á einstaklinga og samfélag.

Frá árinu 2007 hefur Rúnar sinnt starfi alþjóðafulltrúa HA og tekið á móti erlendum skiptinemendum og kennurum. Auk þess hefur hann aðstoðað nemendur HA við að fara í skiptinám erlendis. Nemendaskipti hafa vaxið gríðarlega um allan heim síðastliðna tvo áratugi og ekki síst með tilkomu Erasmus+ áætlunar Evrópusambandsins. Margir vilja meina að Erasmus+ áætlunin sé ein farsælasta ákvörðun sem EU hefur sett á laggirnar enda hjálpar hún ungum nemendur að fara til annara landa, kynnast nýrri menningu, tungumáli, skólakerfi, siðum og venjum. Sumir ganga svo langt að segja að með slíku flæði nema milli landa sé verið að koma í veg fyrir að fordómar skjóti rótum og ólga vaxi innan Evrópu.

Rúnar Gunnarsson er í grunninn með B.A. próf í heimspeki og sagnfræði frá HÍ 2007, tók diplómu í menntunarfræðum frá HA 2010 og hefur sinnt starfi alþjóðafulltrúa HA frá því árinu 2007.

Torgið er opið öllum endurgjaldslaust