Stelpur og tækni

Í fyrra tóku fyrir 200 stelpur þátt!

Viðburðurinn Stelpur og tækni er nú haldinn í þriðja skipti í Háskólanum á Akureyri en viðburðinn er samstarfsverkefni HA og Háskólans í Reykjavík. Þá er stelpum úr 9. bekk af öllu Norðurlandi boðið að koma í HA og taka þátt í vinnusmiðjum en einnig heimsækja tæknifyrirtæki með konur í fararbroddi. 

Dagurinn er haldinn að fyrirmynd Girls in ICT Day sem haldinn er víða um heim af ITU (International Telecommunication Union), samtökum um upplýsinga- og samskiptatækni innan Sameinuðu þjóðanna.

Háskólinn í Reykjavík á frumkvæðið að verkefninu sem snýr að því að kynna stelpum nám í tæknigreinum, kynna þær fyrir fyrirmyndum í tækni og opna augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða. 

Upplýsingar veitir Ólafur Jónsson, olafurj@unak.is