Tengsl kynja- og tekjuójafnaðar við alvarlegt ofbeldi gegn konum og körlum

Fyrirlestur Margrétar Valdimarsdóttur, lektors í lögreglufræðum á Félagsvísindatorgi

Tíðni manndrápa er mjög mismunandi milli landa. Sum lönd eru með innan við 1 manndráp á hverja 100 þúsund íbúa á ári en önnur lönd með yfir 100. Í erindinu er greint frá rannsókna á tíðni manndrápa í 127 löndum. Í rannsókninni er sérstaklega skoðuð tengslin milli annar vegar alvarlegs ofbeldis gegn konum og körlum og hins vegar tekju- og kynjaójafnaðar. Niðurstöður sýna að í þeim löndum þar sem tekju- og kynjaójöfnuður er mikill er tíðni alvarlegs ofbeldis gegn bæði konum og körlum há. Í erindinu verður farið yfir þætti sem geta skýrt þetta samband.

Margrét er lektor í lögreglufræðum við HA, en jafnframt er hún að leggja lokahönd á doktorsnám í afbrotafræði við CUNY í New York. Rannsóknir Margrétar einblína fryst og fremst á afbrot unglinga og hafa þær rannsóknir birts bæði í íslenskum og erlendum tímaritum. 

Torgið er opið öllum endurgjaldslaust