Uppreist æru, afplánun og réttindi borgaranna

 

Málþing Lagadeildar Háskólans á Akureyri verður haldið þann 17. september. Yfirskrift málþingsins er Uppreist æru, afplánun og réttindi borgaranna

Dagskrá málþingsins:

 • Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, setur málþingið.
 • „Áhrif afnáms lagaákvæða um uppreist æru“
  Jóhanna Ósk Jónasdóttir, laganemi við Háskólann á Akureyri.
 • „Skiptir uppreist æru máli eða var verklagið barn síns tíma?“
  Anna Kolbrún Árnadóttir, alþingismaður.
 • „Útskúfun, lýðræði og missir réttinda“
  Hrannar Hafberg, lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri.
 • „Skerðing borgaralegra réttinda og ítrekun afbrota“
  Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
 • „Í hvernig samfélagi viljum við búa?“
  Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari.

Umræður í lok fundar meðan tími gefst til.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, en málþinginu verður einnig streymt hér