Uppstokkun á sveitarstjórnarstiginu og áhrif á byggðaþróun

Málstofa í viðskiptafræði

Stjórnvöld áforma nú talsverða uppstokkun á sveitarstjórnarstiginu með lagasetningu um lágmarksstærð sveitarfélaga. Meðal röksemda fyrir sameiningum sveitarfélaga almennt er að stærri sveitarfélög séu líklegri til að geta spyrnt við fótum gegn fækkun íbúa en minni og séu því tæki til æskilegrar byggðaþróunar.

Í erindi sínu ræðir Grétar þetta og fer yfir málið með því að skírskota til rannsókna og reynslu á sviðinu. Sjónum er einkum beint að sameiningum en einnig að samvinnu sveitarfélaga. Hann flutti erindi um málið nýlega á alþjóðlegri ráðstefnu í Lyon í Frakklandi.