Úrgangsstjórnun á Íslandi

Opin málstofa í Viðskiptadeild

Í erindinu fjallar Guðmundur Kristján Óskarsson um kenningar í úrgangsstjórnun og um úrgangsstjórnun á Íslandi. Hver staða Íslands er í samanburði við Norðurlönd og markmið Evrópusambandsins í úrgangsmálum. Farið verður yfir kostnað íslenskra sveitarfélaga vegna sorphreinsunar og sorpeyðingar á íbúa út frá ársreikningum þeirra frá 2002-2019. Ísland á enn langt í land til að ná markmiðum Evrópusambandsins og kostnaður sveitarfélagana er mismunandi eftir landshlutum og eftir stærð. Fyrir minnstu sveitarfélögin hefur kostnaðurinn aukist verulega á undanförnum árum. Í lokin verða hugleiðingar um framtíð úrgangsstjórnunnar á Íslandi. 

Guðmundur Kristján Óskarsson er dósent við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Hann er með cand.scient.oecon gráðu í stærðfræði/hagfræði frá háskólanum í Árósum og er nú í doktorsnámi í Háskóla Íslands og tengist þetta erindi því námi.

ÖLL VELKOMIN

BEINT STREYMI