Útskrift Vísindaskóla unga fólksins

Hjörleifur Hjartarson í Hundi í óskilum skemmtir, hópur barna spila á strengjahljóðfæri, nemendur flytja ávörp, sprengjusýning og pitsu-veisla!

Kynnir á hátíðinni: Sigrún Karen Yeo nemandi Vísindaskólans

  • Strengjasveit tekur á móti gestum í hátíðarsal

Sveitina skipa börn úr árgangi 2006: Ásta María Viðarsdóttir, Viktoría Sól Hjaltadóttir fiðluleikarar, Helga Björg Kjartansdóttir víóluleikari og Óskar Þórarinsson sellóleikari. Þau spila kaflann Flórens úr verki sem heitir Á Ítalíu, eftir Richard Stoker.

  • Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri ávarpar nemendur
  • Hjörleifur Hjartarson úr Hundi í óskilum skemmtir
  • Afhjúpun glæps í þemanu, Með lögum skal land byggja
  • Útskrift nemenda: Eyjólfur Guðmundsson, Sigrún Stefánsdóttir og Sigrún Vésteinsdóttir
  • Ávarp nemenda: Þröstur Ingvarsson og Emma Arnarsdóttir
  • Sprengjusýning. Sean M. Scully töfrar fram ævintýraheim með með ýmsum efnum og tilraunum.
  • Pitsuveisla í Miðborg að útskrift lokinni.

Nemendur eru hvatti til að mæta með fjölskylduna með sér.