Vigdís Finnbogadóttir: Hin víðtæku áhrif

Málþing í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótar á heilbrigðisvísindasviði

Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri veitir frú Vigdísi Finnbogadóttur heiðursdoktorsnafnbót á sviði heilbrigðisvísinda.

Í tilefni af veitingu heiðursnafnbótarinnar verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Vigdís Finnbogadóttir: Hin víðtæku áhrif” við Háskólann á Akureyrisama dag kl. 10 – 12 þar sem fræðimenn og vinir víða að munu fjalla um ævi og störf Vigdísar. Í framhaldi af málþinginu verður blásið til hátíðar í hátíðarsal skólans kl. 15 – 16 þar sem Vigdísi verður veitt heiðursdoktorsnafnbót.

Dagskrá:

10.00 - 10.10 Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir sviðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs: Setningarávarp

10.10 - 10.20 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands: "Af því að ég er maður." Áhrif Vigdísar á embætti forseta Íslands.

10.20 - 10.30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: Vigdís Finnbogadóttir: Fyrirmynd heillar kynslóðar

10.30 - 10.40 Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar: Leikhússtjórinn Vigdís

10.40 - 10.50 Finnur Friðriksson, dósent við HA: Málheimar Vigdísar

10.50 - 11.00 Brynhildur Bjarnadóttir, dósent við HA: Sveifla haka og rækta nýjan skóg – Vigdís og umhverfismálin

11.00 - 11.10 Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu: Að lifa við sannleik sinnar samtíðar – hvernig verður kona forseti?

11.10 - 11.20 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga: Frú Vigdís Finnbogadóttir – fyrsta norræna barnabarnið.

11.20 - 11.30 Pétur Halldórsson, líffræðingur og framúrskranadi ungur íslendingur 2019: Áhrif Vigdísar á alþjóðasamstarf ungs fólks

11.45 Eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur í Miðborg undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur

SKRÁNING HÉR

Facebook viðburð má finna hér

Málþingið ER ÖLLUM OPIð ENDURGJALDSLAUST