Vísindadagur SAk og HHA

Vísindadagar SAk verður haldinn í samvinnu við HHA fimmtudaginn 19. september.

Vísindadagur Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) verður haldinn í samvinnu við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri (HHA) fimmtudaginn 19. september 2019.

Á Vísindadeginum verða rannsóknir/verkefni starfsmanna SAk og HHA kynnt auk þess sem veggspjöld er lýsa niðurstöðum rannsókna/verkefna verða til sýnis fyrir framan Kjarna (kennslustofu 2. hæð SAk).

Dagskránni verður streymt á vef SAk.

Laufey Hrólfsdóttir, forstöðumaður deildar mennta og vísinda (laufeyh@sak.is) veitir frekari upplýsingar ef þörf krefur.

Dagskrá: 


9.30 Opnuna Vísindadags
 - Alexander Kr. Smárason, formaður vísindaráðs SAk

9.40 Arfgerð og svipgerð ofvaxtarhjartavöðvakvilla á Íslandi - Berglind Aðalsteinsdóttir, hjartalæknir á Landspítala 

10.00  Rivaroxaban hefur tengsl við hærri tíðni meltingarvegsblæðinga en önnur vítamín K-óháð blóðþynningarlyf - Arnar Bragi Ingason, kandídat á SAk og doktorsnemi við læknadeild HÍ

10.20  Veggspjaldasýning og kaffihlé    

10.50  Hið þögla skyn - Hannes Petersen, prófessor við læknadeild HÍ og yfirlæknir á SAk 

11.05  Að takast á við áföll í vinnunni: Reynsla ljósmæðra af því að takast á við afleiðingar alvarlegra atvika í fæðingu - Sigfríður Inga Karlsdóttir, dósent við heilbrigðisvísindasvið HA

11.25  Forritun í móðurkviði? – næring á meðgöngu og heilsa seinna meir - Laufey Hrólfsdóttir, forstöðumaður deildar mennta og vísinda og lektor við HHA 

11.45  Aldur móður og keisaraskurðir við framköllun fæðinga við fulla meðgöngu á Norðurlöndunum -Alexander Kr. Smárason, forstöðulæknir fæðinga- og kvensjúkdómalækninga á SAk og prófessor við HHA

12.00 Hádegishlé

13.00 Gestafyrirlestur- Stefna í rannsóknum innan heilbrigðisvísinda á Íslandi - Einar S. Björnsson, prófessor í almennum lyflækningum og forstöðumaður fræðasviðs lyflækninga við læknadeild Háskóla Íslands

13.30 Eldri Íslendingar sem búa heima á Norðurlandi: Heilbrigði og vellíðan - Árún K. Sigurðardóttir, prófessor við heilbrigðisvísindasvið HA og sérfræðingur á deild mennta og vísinda

13.50 Stuðlað að persónumiðaðri nálgun við þátttöku sjúklinga með langvinna verki í endurhæfingu með Hermes matstækinu Vettvangsrannsókn - Kristín Þórarinsdóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið HA

14.10 Kaffihlé

14.20 Tengsl geðlyfjanotkunar við hegðunarvanda, kvíða, ranghugmyndir, þunglyndiseinkenni, hreyfigetu, sjálfsbjargargetu og virkni hjá íbúum þriggja hjúkrunarheimila á landsbyggðinni - Sigurveig Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur við HSA

14.40 Heilsa og lifun íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum fyrir og eftir reglugerðarbreytingu um skilyrði fyrir hjúkrunarheimilisvist - Ragnheiður Harpa Arnardóttir, sjúkraþjálfari við endurhæfingadeild SAk og dósent við heilbrigðis vísindasvið HA

15.00 Smáforrit sem viðbót við göngudeildarmeðferð fólks með sykursýki af tegund 2: Slembuð samanburðar rannsókn - Eva Hilmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á SAk

15.10 Lokaorð og hvatningarverðlaun veitt - Laufey Hrólfsdóttir, forstöðumaður deildar mennta og vísinda