Vísindasamfélagið á Akureyri

Hvað gengur vel og hvað getum við gert saman til að efla Akureyri sem eftirsóknarverðan stað til að vinna að rannsóknum og fræðastarfi?

Opinn fundur AkureyrarAkademíunnar og Háskólans á Akureyri, fimmtudag 17. maí, kl. 12:00-13:00, í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri.

Á fundinum verður sjónum beint að framþróun vísindasamfélagsins á Akureyri og hvernig megi efla það ennfrekar. Inngangserindi halda annars vegar Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur um 15 ára rannsóknarsögu AkureyrarAkademíunnar og hins vegar Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri um umhverfi og aðstöðu fyrir rannsóknir og fræðastarf á Akureyri. Eftir erindin fara fram umræður um það sem við erum nú þegar með sem tryggja þarf áfram og hvernig megi efla Akureyri sem eftirsóknarverðan kost fyrir vísinda- og fræðafólk til að starfa að sínum rannsóknum. Hvað vantar upp á? Hvað getum við gert saman til að búa í haginn fyrir öflugt vísindalíf á Akureyri?

Öll velkomin