Vísindaskóli unga fólksins

Skólinn verður nú haldinn í fjórða sinn!

Nú eru ný þemu og nýjar áherslur. Eftirfarandi þemu verða kennd: Með lögum skal land byggja, Lífríkið í bænum, Skapandi hugsun, Vísindi heima í eldhúsi og úti á götu  og Fab Lab Smiðja.

Með lögum skal land byggja
Hvernig starfar lögreglan? Hvað er það helsta sem lögreglumenn þurfa að kunna og geta? Nemendur fá innsýn í starf lögreglu, fá að kynnast vettvangi afbrota og heimsækja lögreglustöð.

Lífríkið í bænum
Nemendur setja sig í spor alvöru náttúruvísindamanna og rannsaka lífríkið á háskólasvæðinu. Kannað verður hve margar tegundir plantna, fléttna og dýra má finna á ólíkum svæðum.

Skapandi hugsun
Hvað er nýsköpun? Hvernig verður hugmynd að veruleika? Nemendur fara í gegnum ferlið frá hugmynd til framkvæmdar með notkun fjölbreyttrar tækni.

Vísindi heima í eldhúsi og úti á götu
Undur hversdagsleikans verða skoðuð með gleraugum eðlis- og efnafræðingsins. Hvers vegna hefast kakan í ofninum? Hvernig virka hitamælar og fleiri skynjarar? Af hverju blandast sum efni og önnur ekki?

Fab Lab Smiðja
Fab Lab Akureyri er opin stafræn smiðja sem hefur engin takmörk þegar kemur að hönnun og smíði á hlutum. Nemendur læra á teikniforrit og hvernig mega nota það til að skera út hluti í laserskurðarvél.

Fullbókað er í Vísindaskólann. Endilega sendið tölvupóst ef þið hafið áhuga á því að komast á biðlista.