Vísindavaka

Stefnumót við vísindafólk! Fulltrúar HA á staðnum

Vísindavaka 2018 verður föstudaginn 28. september kl. 16.30-22.00 í Laugardalshöllinni. Á Vísindavöku finna allir eitthvað við sitt hæfi og fulltrúar frá Háskólanum á Akureyri verða á staðnum!

Sólveig Zophoníasdóttir kynnir skapandi skólastarf - snjallvagn - forritun

Fólki býðst tækifæri til að prófa og forrita vélmenni á borð við ozobot, sphero og kubb og kíkja í bækur með auknum veruleika (Augmented Reality).

Gunnar Már Gunnarsson kynnir Vísinda- og rannsóknasamstarf á Norðurslóðum

Rannsóknaþing Norðursins, e. Northern Research Forum (NRF), er samstarfsvettvangur Háskólans á Akureyri fyrir málefni norðurslóða. Tækifæri til að kynna sér rannsóknir á norðurslóðum á leikandi léttan hátt.

Háskólinn á Akureyri í samstarf við HÍ - Stjörnur, siglingr og fleiri fræði á miðöldum

Háskólinn á Akureyri í samstarfi við HÍ fer með okkur aftur í miðaldir og skoðar hverjir Þorsteinn Surtur og Stjörnu-Oddi voru. 

Nánar um Vísindavökuna

Miðpunktur Vísindavöku er sýningarsvæðið, þar sem gestir geta hitt vísindafólk og kynnst viðfangsefnum þess á fjölmörgum sýningarbásum. Hér er hægt að kynna sér verkefnin sem kynnt verða á Vísindavökunni. 

Á Vísindavökunni kynnir vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum rannsóknaverkefni sín fyrir almenningi á lifandi og skemmtilegan hátt á fjölda sýningarbása. Gestir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, skoða afurðir verkefna og spjalla við vísindafólkið sjálft um hvernig er að starfa að vísindum, rannsóknum og nýsköpun. Fjölskyldan er í fyrirrúmi á Vísindavöku og gefst þar kjörið tækifæri til að kynna heim vísindanna fyrir börnum og unglingum.

Á vef Vísindavökunnar má finna nánari dagskrá.

Stefnumót við vísindin