Vísindavika Norðurslóða

Vísindavika norðurslóða er árleg samkoma alþjóðlegra samtaka sem hafa það sameiginlegt að styðja og hvetja til rannsókna á norðurslóðum

Vísindavika norðurslóða e: Arctic Science Summit Week (ASSW 2020) verði haldin á Akureyri dagana 27. mars til 2. apríl 2020.  Vísindavikan er hluti af formennskuáætlun Íslands í Norðurskautsráðinu og verða fundir embættismanna aðildarríkja Norðurskautsráðsins haldnir á Akureyri dagana fyrir Vísindavikuna. Háskólinn á Akureyri skipuleggur vísindavikuna með Rannís. Vísindavikan er haldin í nánu samstarfi við ráðuneyti menntamála, umhverfis og utanríkis- ásamt Akureyrarbæ.

Vísindavika norðurslóða er árleg samkoma alþjóðlegra samtaka sem hafa það sameiginlegt að styðja og hvetja til rannsókna á norðurslóðum. Markmið Vísindavikunnar er að skapa tækifæri fyrir alþjóðlega samvinnu og samstarf á öllum sviðum norðurslóðarannsókna. 

Dagsetningar:

  • ASSW
    • 27. mars Hof Akureyri
    • 28.-30. mars Háskólinn á Akureyri.
  • Arctic Observing Summit (AOS) 31.-2. apríl 2020 Háskólinn á Akureyri.