Vísindavika norðurslóða á netinu hefst föstudaginn 27. mars

Ráðstefnan Vísindavika norðurslóða 2020 verður haldin í streymi á netinu 27. mars - 2. apríl. Í ljósi þess að ráðstefnan hefur verið flutt á netið, er hér að finna upplýsingar til að auðvelda aðgengi að fundum og fyrirlestrum.

Uppfærð dagskrá 

Búið er að uppfæra dagskránafundalistann og tímatöfluna! Dagskráin og tímataflan innihalda Zoom tengla til að taka þátt í öllum opnum fundum. Að auki verða fleiri fundir settir inn eftir því sem upplýsingar um þá berast.

Nú er hægt að nálgast dagskrána fyrir dagskrárliðina Science for a Sustainable Arctic og  Arctic Observing Summit - þar á meðal opnunarávörp og erindi aðalfyrirlesara sem þú getur fylgst með þegar þér hentar. 

Daglegur netpóstur verður sendur á póstlista ráðstefnunnar.

Siðareglur 

Vísindavika Norðurslóða er netfundur og þá er að mörgu að hyggja. Vinsamlegast gefðu þér eina mínútu til að skoða þetta stutta myndband og kynna þér siðareglur.

Viðurkenning landssvæða 

Á norðurslóðum búa margir ólíkir hópar frumbyggja. Alþjóðlega Norðurskautsvísindanefndin (IASC) heiðrar og samþykkir þá staðbundu þekkingu sem frumbyggjar á norðurslóðum búa yfir sem og umsjón þeirra og forfeðra þeirra með landsvæðinu. IASC hvetur alla þátttakendur ráðstefnunnar til þess að gera slíkt hið sama. Larry Hinzman, forseti IASC, fjallar um viðurkenningu á norðurslóðasvæðinu í opnunarávarpi sínu.

Að skrá sig á ráðstefnuna á netinu 

Dagskrá ráðstefnunnar er opin öllum sem áhuga hafa á norðurslóðarfræðum! Skipuleggjendur ráðstefnunnar hafa ákveðið að rukka ekki fasta upphæð fyrir að taka þátt í ráðstefnunni. Tillaga er gerð um ákveðna upphæð skráningargjalds en þú getur valið að borga meira eða minna, allt eftir efni og aðstæðum.

SKRÁÐU ÞIG Á RÁÐSTEFNUNA 

Mikilvægt: Ef þú hefur þegar skráð þig á ráðstefnuna áður en dagskráin fór yfir á netið, þá ertu þegar skráður þátttakandi og færð sjálfkrafa endurgreiðslu á hluta af skráningargjaldinu. Hins vegar, ef þú vilt nota endurgreiðslu þína til að standa straum af skráningu einhvers annars,  smelltu hér!