Viðbúnaður Háskólans á Akureyri vegna Covid-19

Preparedness of UNAK in regard to Covid-19 in english.

Skipuð hefur verið neyðarstjórn rektors, framkvæmdastjóra og formanns öryggisnefndar. Þessi hópur mun hittast reglulega þar sem staðan verður metin og tilkynningar sendar út eins og þurfa þykir. Munu allar nýjustu upplýsingar birtast hér að neðan.

Stúdentar og starfsfólk Háskólans á Akureyri eru minntir á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum Landlæknis, nýjustu upplýsingar er ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins.

Núverandi staða:

 • Frá og með 4. maí verður skólinn opinn fyrir nemendur frá 8 – 19 á virkum dögum og 9–16 um helgar.  Nemendakort eru ekki virk utan þess tíma. Nemendur geta nýtt sér lesrými á bókasafni og vinnurými á göngum. Auk þessa er nemendum heimilt að koma á rannsóknarstofur og verknámsrými samkvæmt verklagi viðkomandi sviðs/deildar.  Vinsamlegast verið ávallt í sambandi við ykkar leiðbeinenda eða umsjónarkennara áður en farið er í verkleg rými.
 • Við virðum tveggja metra regluna og gefum fólki tækifæri á að hafa sitt rými.  Tökum tillit til þess við bókun fundarrýma, fyrirlestra o.s.frv.  Gerum ætíð ráð fyrir því að einstaklingar sem veikir eru fyrir geti tekið þátt í okkar viðburðum hvort sem er á staðnum eða með rafrænum hætti.
 • Bókasafn og nemendaskrá verða opnuð 4. maí. Upplýsingaborð Kennslumiðstöðvar verður áfram rafrænt og sækja skal alla þjónustu þangað í gegnum vefinn.
 • Starfsfólki er óhætt að byrja að auka viðveru sína á vinnustað en alltaf í samráði við sinn yfirmann þannig að tryggt sé að við séum að fylgja reglum almannavarna og ráðlegginum þríeykisins. Þetta þýðir líka að við getum farið að funda í fundarherbergjum eins og rými leyfa.
 • Frá og með 16. mars notast háskólinn við fjarkennslu, rafræn verkefni, fjarfundi og fjöldafundi á Zoom eftir því sem við á innan hvers sviðs og hverrar deildar. Námslotur sem áætlaðar eru á þessu tímabili falla ekki niður, nemendur taka þátt í þeim með rafrænum hætti.
 • Öll kennsla í húsnæði HA fellur niður og verður þess í stað færð á rafrænt form.
 • Útprentaðar leiðbeiningar Landlæknis um hvernig dregið skuli úr sýkingarhættu eru uppi í húsnæði háskólans, bæði á Sólborg og Borgum.
 • Hefðbundin lokapróf í reglulegri prófatíð á vormisseri 2020 verða ekki haldin í húsnæði Háskólans á Akureyri, né öðru því húsnæði sem háskólanum tengist. 
 • Háskólaráð samþykkti á fundi sínum 2. apríl að ákvæði um að nemendur þurfi að standast alla námsþætti til að ljúka námskeiði fellur niður. Lokaeinkunn er þá vegið meðaltal allra námsþátta námskeiðsins. Næsta skref er að deildir, í samráði við sviðsforseta, tilkynni til nemenda með hvaða hætti námsmati verði lokið í einstökum námskeiðum deilda. Námsmat námskeiða byggi á þeim tillögum sem þegar liggja frammi inná hverju fræðasviði.

Hreinlæti og þrif

 • Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir alla til þess að forðast smit. Mikilvægt er að þvo sér vel og reglulega með vatni og sápu, að því loknu er gott að nota handspritt.
 • Myndir með leiðbeiningum um handþvott hafa verið hengdar upp á öllum salernum, svo og á nokkrum öðrum áberandi stöðum.
 • Þrif á húsnæði hafa verið færð upp á næsta stig þar sem meðal annars er byrjað að sótthreinsa snertifleti á almenningsstöðum.
 • Allir þeir einstaklingar sem nota kaffiteríuna skulu þvo sér um hendur, áður en þangað er haldið. Þá skulu allir sótthreinsa sig við inngöngu í teríuna, en brúsar með sótthreinsi eru aðgengilegir við inngang. Þá mun einnig áhöldum í sjálfsafgreiðslu á hlaðborði vera skipt út á afgreiðslutíma og þar með snertingum á hverju áhaldi fækkað til muna.

Einkenni / veikindi

 • Mikilvægt er að þeir sem finna fyrir sjúkdómseinkennum eða hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti, t.d. vegna ferðalaga, hringi í síma 1700 og fái leiðbeiningar. Þeir sem finna fyrir einkennum haldi sig heima og komi alls ekki veikir í háskólann. 

Viðkvæmir hópar

Mikilvægt er að þeir einstaklingar sem teljast til viðkvæmra hópa samkvæmt Landlæknisembættinu, kynni sér vel leiðbeiningar embættisins

Nám og kennsla

 • Vegna samkomubanns fer öll kennsla fram með rafrænum hætti frá 16. mars til 4. maí, sjá nánar hér
 • Háskólaráð samþykkti á fundi sínum 2. apríl að ákvæði um að nemendur þurfi að standast alla námsþætti til að ljúka námskeiði fellur niður. Lokaeinkunn er þá vegið meðaltal allra námsþátta námskeiðsins. Næsta skref er að deildir, í samráði við sviðsforseta, tilkynni til nemenda með hvaða hætti námsmati verði lokið í einstökum námskeiðum deilda. Námsmat námskeiða byggi á þeim tillögum sem þegar liggja frammi inná hverju fræðasviði.
 • Frá og með 4. maí verður skólinn opinn fyrir nemendur frá 8 – 19 á virkum dögum og 9–16 um helgar.  Nemendakort eru ekki virk utan þess tíma.  Nemendur geta nýtt sér lesrými á bókasafni og vinnurými á göngum. Auk þessa er nemendum heimilt að koma á rannsóknarstofur og verknámsrými samkvæmt verklagi viðkomandi sviðs/deildar.  Vinsamlegast verið ávallt í sambandi við ykkar leiðbeinenda eða umsjónarkennara áður en farið er í verkleg rými.
 • Við virðum tveggja metra regluna og gefum fólki tækifæri á að hafa sitt rými.  Tökum tillit til þess við bókun fundarrýma, fyrirlestra o.s.frv.  Gerum ætíð ráð fyrir því að einstaklingar sem veikir eru fyrir geti tekið þátt í okkar viðburðum hvort sem er á staðnum eða með rafrænum hætti.

Próf

 • Hefðbundin lokapróf í reglulegri prófatíð á vormisseri 2020 verða ekki haldin í húsnæði Háskólans á Akureyri, né öðru því húsnæði sem háskólanum tengist.
 • Próftökugjald verður ekki innheimt fyrir þessi próf né lokaverkefni sem skilað er í ágúst.
 • Skrásetningargjald verður ekki innheimt vegna próftöku eða skilum lokaverkefna í ágúst ef nemandi heldur ekki áfram námi á haustmisseri 2020.
 • Ekki verður óskað eftir veikindavottorðum vegna fjarveru nemenda í prófum vegna vormisseris 2020.
 • Opnað verður fyrir skráningu til ágústprófa þann 5. júní og er skráning opin til 19. júní. Próftafla verður í sömu röð og í maí prófum og liggur fyrir á næstunni.
 • Ákvæði reglna námsmats um að nemanda sé einungis heimilt að endurtaka próf í hverju námskeiði einu sinni gildir ekki að þessu sinni og nemendum heimilt að endurtaka próf tvisvar. Nemendur eru hvattir til að ljúka námskeiðum vormisseris í ágúst prófatíð í stað þess að fresta til vormisseris 2021.
 • Þeir nemendur sem ná ekki tilskilinni lágmarkseinkunn á reglulegu próftímabili geta nýtt sér próftöku í ágúst.

Þjónusta

 • Vegna samkomubanns er gert ráð fyrir auknu álagi á allt starfsfólk háskólans og eru allir þeir aðilar sem þurfa að nýta sér þjónustu háskólans beðnir um að sýna því skilning.
 • Bókasafn og nemendaskrá verða opnuð 4. maí. Upplýsingaborð Kennslumiðstöðvar verður áfram rafrænt og sækja skal alla þjónustu þangað í gegnum vefinn.

Nánari upplýsingar

 • Forsetar fræðasviða og/eða skrifstofustjórar miðla upplýsingum til nemenda og starfsfólks sviðanna um sértækar aðgerðir er varða tiltekna hópa sérstaklega, s.s. stúdenta í klínísku námi og vettvangsnámi.
 • Allar ábendingar og fyrirspurnir skulu berast á rektor@unak.is.

Gagnlegar upplýsingar

Almennar leiðbeiningar
Upplýsingar fyrir nemendur
Upplýsingar um Covid-19
Stöðuskýrsla Almannavarna
Landsáætlun vegna heimsfaraldra